[Fór í golf, kem í pásunni. -- Helgi]

Fylgstu með okkur:

Fréttir

nóv.17
Aðventu- og jólatónleikar
þriðjudagur, 17. nóvember 2015 | Kammerkór Hafnarfjarðar skrifaði

Aðventu- og jólatónleikar 2015Aðventu- og jólatónleikar Kammerkórs Hafnarfjarðar verða haldnir í Hásölum, sal Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, þriðjudaginn 1. desember og miðvikudaginn 2. desember kl. 20.00.

Á tónleikunum syngur Kammerkórinn úrval aðventu- og jólalaga auk annarra söng- og kórverka og lofar að koma öllum í hátíðarskap.

Gestir kórsins að þessu sinni eru Ingibjörg Guðjónsdóttir, sópran og Ástríður Alda Sigurðardóttir, píanóleikari.

Að venju sitja tónleikagestir til borðs og þiggja kaffi og konfekt í hléi.

Aðgangseyrir er kr. 2.000 og 1.500 fyrir eldri borgara.

Við minnum einnig á að alltaf er tekið við nýjum styrktarfélögum. Fyrir 6.000 krónur fær styrktarfélagi tvo miða á næstu þrenna tónleika kórsins. Þannig fæst hver miði á 1.000 krónur. Nánari upplýsingar eru á styrktarfélagasíðunni.

[Varanlegur tengill á þessa færslu]
sep.9
Fyrsta æfing haustsins
miðvikudagur, 9. september 2015 | Kammerkór Hafnarfjarðar skrifaði

Sumarfríinu er nú lokið.

Fyrsta æfing starfsársins verður haldin í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar í kvöld, miðvikudaginn 9. september, kl. 20:00.

[Varanlegur tengill á þessa færslu]
maí14
Nú er sól, nú er sumar
fimmtudagur, 14. maí 2015 | Kammerkór Hafnarfjarðar skrifaði

Nú er sól, nú er sumarVortónleikar Kammerkórs Hafnarfjarðar verða haldnir næstkomandi sunnudag, 17. maí kl. 20:30. Að þessu sinni verða tónleikarnir eingöngu opnir styrktarfélögum kórsins.

Ásamt kórnum koma fram Hallveig Rúnarsdóttir, sópran og Ástríður Alda Sigurðardóttir og Ingibjörg Þorsteinsdóttir, píanóleikarar.

Á efnisskránni eru meðal annars Vorið eftir Edward Grieg og Ástarvalsar eftir Johannes Brahms. Þorsteinn Valdimarsson þýddi fimm af ljóðunum við valsana sem kammerkórinn flytur við fjórhentan undirleik. Hallveig Rúnarsdóttir syngur svo nokkrar perlur ásamt kórnum og við undirleik Ástríðar Öldu.

Húsið verður opnað klukkan 20:00 og boðið verður upp á kaffi og te.

[Varanlegur tengill á þessa færslu]

Fréttir

apr.30
Næstu tónleikar
fimmtudagur, 30. apríl 2015 | Kammerkór Hafnarfjarðar skrifaði

Næstu tónleikar Kammerkórsins verða haldnir sunnudaginn 17. maí kl. 20:30.
Nánari upplýsingar koma seinna.

[Varanlegur tengill á þessa færslu]
mar.4
Stolin stef í Hafnarborg
miðvikudagur, 4. mars 2015 | Kammerkór Hafnarfjarðar skrifaði

Næstu tónleikar Kammerkórs Hafnarfjarðar verða haldnir í Hafnarborg sunnudaginn 15. mars, undir  yfirskriftinni Stolin stef. Lögin sem sungin verða á tónleikunum eru öll útsett af Gunnari Gunnarssyni, píanóleikara.

Efnisskráin samanstendur af öllu frá sálmum yfir í djassskotnar dægurlagaútsetningar. Um helmingur laganna er eftir Tómas R. Einarsson, bassaleikara. Því þykir við hæfi að Gunnar og Tómas verði gestahljóðfæraleikarar kórsins á þessum tónleikum.

Stjórnandi Kammerkórs Hafnarfjarðar er sem fyrr Helgi Bragason.

Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00. Aðgangseyrir er 2000 krónur.

Við minnum einnig á að alltaf er hægt að gerast styrktarfélagi Kammerkórsins. Fyrir 6000 króna áskriftargjald fást tveir miðar á næstu þrenna tónleika kórsins. Þannig fær styrktarfélagi hvern miða á 1000 krónur. Nánari upplýsingar og eyðublað eru á styrktarfélagasíðunni.


KYNNINGARMYNDBAND:

[Varanlegur tengill á þessa færslu]
feb.16
Árshátíð 2015
mánudagur, 16. febrúar 2015 | Kammerkór Hafnarfjarðar skrifaði

Þema árshátíðarinnar 2015 eru hattar og höfuðfötÁrshátíð Kammerkórs Hafnarfjarðar verður haldin laugardaginn 21. febrúar í Bjarkahúsinu að Haukahrauni í Hafnarfirði. (Sjá á korti). Gleðskapurinn hefst klukkan 19:00.

Hver kórfélagi kemur með veitingar til að setja á sameiginlegt hlaðborð. Matarval er frjálst, en gott er að hafa í huga að um einskonar kvöldmat er að ræða. Einnig skal hver og einn koma með sína eigin drykki.

Þema árshátíðarinnar að þessu sinni eru hattar og höfuðföt.

Á árshátíðinni verður sýnt myndband frá Berlínarferðinni síðasta sumar. Einnig má gera ráð fyrir öðrum skemmtiatriðum.

Makar eru hjartanlega velkomnir, sem og gítarar og önnur hljóðfæri.

[Varanlegur tengill á þessa færslu]
feb.4
Næstu tónleikar
miðvikudagur, 4. febrúar 2015 | Kammerkór Hafnarfjarðar skrifaði

Næstu tónleikar kammerkórsins verða haldnir sunnudaginn 15. mars klukkan 20:00.

Nánari upplýsingar um þá verða gefnar síðar.

[Varanlegur tengill á þessa færslu]
jan.7
Gleðilegt ár
miðvikudagur, 7. janúar 2015 | Kammerkór Hafnarfjarðar skrifaði

Starfsemin er nú að komast í samt lag eftir jólafrí og verkfall.

Fyrsta æfing ársins 2015 verður haldin í kvöld, 7. janúar, á sama stað og tíma og venjulega.

[Varanlegur tengill á þessa færslu]

Atburðir framundan

13. desember 2017 kl. 20:00
Æfing

14. desember 2017 kl. 20:00
Aðventustund, Fríkirkjunni í Reykjavík